Wednesday, October 20, 2004

Já maður hefur vart tíma til að anda, því nú erum við að skoða þessa og þessa síðu!

Hot potatoes!

Hér er allt að fara á fullt! Stemmningin er rosaleg og fólk flykkist uppá borð til að dansa kóngulóadansinn bert að ofan. Loksins er skilasíðan mín orðin klár þannig að núna getur maður byrjað af fullu. Einhver eru skilaverkefnin komin inn en ég stefni að því að klára allt sem ég á að vera búinn með um helgina.

Ekki hefur maður verið nógu duglegur að blogga hingað en á því verður breyting á næstu árum, eða áratugum.

Ef ég má fara út í persónulega sálma þá myndi ég eflaust velja JOB 3:13. Mér þykir hann einfaldlega bestur.