Friday, September 24, 2004

Vefleiðangur - ferðaáætlun til London!

Kynning
Á hverju ári fara þúsundir Íslendinga til útlanda. Sumir fara út til að slappa af og komast í burtu frá amstri dagsins á meðan aðrir fara til útlanda til að skemmta sér stanslaust í 2 vikur með hópi vina sinna. Í þessum vefleiðangri átt þú að skipuleggja vikuferð til London. Í leiðangrinum þarf m.a. að koma fram hvernig þú ferðast, hvað þú ætlar að gera á hverjum degi, hvað þú ætlar að eyða ca. miklum pening o.s.frv.

Bjargir
Iceland express
Icelandair
Visit London
Timeout London (helstu atburðir þessa mánaðar)
London Tube (lestarkerfi London)

Ferli
Þetta er einstaklingsverkefni.
Þið byrjið á því að ákveða lengd dvalar (minnst helgarferð, mest vika) og hvernig þið ætlið að fara þangað og með hvaða flugfélagi.
Verið dugleg að finna fleiri vefi en ofangreinda, þetta er aðeins sýnishorn.
Eftir að hafa skoðað framboð á skemmtunum gerið þið grein fyrir því sem þið ætlið að gera og hvað það kostar - hvort sem um er að ræða fótboltaleik, leikhúsferð eða veitingastað sem þið ætlið á.

Mat
Verkefnið verður metið á því hve vel heimasíðan sem þið skilið verkefninu á er unnin, hve mikið þið gerðuð í þessari heimsókn og hve mikla vinnu þið unnuð í það.

Niðurstöður
Öll förum við líklega einhvern tímann til útlanda. Þetta verkefni getur því verið góður undirbúningur undir það að skipuleggja skemmtiferð, ekki bara til London, heldur hvaða borgar sem er.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home